Er hjálpræðið fyrir trú eina, eða fyrir trú og verk?

Spurning Er hjálpræðið fyrir trú eina, eða fyrir trú og verk? Svar Þetta er sennilega mikilvægasta spurning í allri kristinni guðfræði. Þessi spurning er ástæða siðaskipta – klofnings mótmælenda og kaþólsku kirkjunnar. Þessi spurning er lykilmunurmilli biblíulegrar kristni og flestra „kristilegra” trúarreglna. Er hjálpræðið fyrir trúna eina, eða trú ásamt verkum? Er ég hólpin(n) með…

Spurning

Er hjálpræðið fyrir trú eina, eða fyrir trú og verk?

Svar

Þetta er sennilega mikilvægasta spurning í allri kristinni guðfræði. Þessi spurning er ástæða siðaskipta – klofnings mótmælenda og kaþólsku kirkjunnar. Þessi spurning er lykilmunurmilli biblíulegrar kristni og flestra „kristilegra” trúarreglna. Er hjálpræðið fyrir trúna eina, eða trú ásamt verkum? Er ég hólpin(n) með því að trúa á Jesúm, eða verð ég að trúa á Jesúm og vinna tiltekin verk?

Spurningin um trúna eina eða trúna í verki er gerð torveld með lítt sættanlegum málsgreinum í Biblíunni. Berið saman Róm. 3:28; 5:1 og Gal. 3:24 ásamt Jak. 2:24. Sumir sjá mun milli Páls (hjálpræði fyrir trú) og Jakobs (hjálpræði er trú með verkum). Raunverulega greindi Pál og Jakob alls ekki á. Eini ágreiningurinn segja sumir verður samband trúar og verka. Páll setur fram sem óumdeilanleg sannindi að réttlæting sé fyrir trúna eina (Ef. 2:8-9) meðan Jakob virðist segja að réttlæting sé fyrir trú og verk. Þessu augljósa vandamáli er svarað með því að rannsaka hvað Jakob er nákvæmlega að tala um. Jakob hrekur þá trú að manneskja geti átt trú án þess að láta nokkuð gott af sér leiða (Jak. 2:17-18). Jakob leggur áherslu á að ósvikin trú á Krist mun framkalla breytt líf og góð verk (Jak. 2:20-26). Jakob er ekki að segja að réttlæting sé fyrir trú og verk, heldur að manneskja sem sannarlega er réttlát fyrir trú mun vinna góð verk á ævi sinni. Þykist manneskja vera trúuð, en hafi engin góð verk unnið – þá er líklegt að hún eigi enga sanna trú á Krist (Jak. 2:14, 17, 20, 26).

Páll segir hið sama í skrifum sínum. Góðu ávextirnir sem trúaðir ættu að eiga í lífi sínu eru taldir upp í Gal. 5:22-23. Jafnskjótt og hann hafði sagt okkur að við værum hólpin fyrir trúna, ekki verkin (Ef. 2:8-9), upplýsir Páll okkur að við séum sköpuð til að framkvæma góð verk (Ef. 2:10). Páll væntir eins mikils af breyttu líferni og Jakob gerir „ef nokkur er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla verður að engu, sjá, nýtt er orðið til” (2. Kór. 5:17). Jakob og Pál greinir ekki á í kenningu sinni um hjálpræði. Þeir nálgast sama efni frá mismunandi sjónarhornum. Páll leggur einfaldlega áherslu á að réttlæting er fyrir trúna eina en Jakob hins vegar leggur áherslu á þá staðreynd að trúin á Krist framkalli góð verk.

[English]



[Til baka á heimasíðuna á íslensku]

Er hjálpræðið fyrir trú eina, eða fyrir trú og verk?

Similar Posts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.